Beint að efninu
Utanríkisráðuneyti Finnlands

Finnsk menning umlykur Hof í Akureyri - Finnska sendiráðið, Reykjavík : Efst á baugi

FINNSKA SENDIRÁÐIÐ, Reykjavik

Box 1060
IS-121 Reykjavik, Island
Netfang: sanomat.rey@formin.fi
Sími: +354 - 5100 100
Íslenska | Suomi | Svenska | 
Venjulegt leturStærra letur
 
Fréttir, 10.10.2017

Finnsk menning umlykur Hof

Menningarfélag Akureyrar býður til finnskrar viku í Hofi dagana 16. – 22. október. Tilefnið er aldarafmæli finnska lýðveldisins og því verður finnsk menning í hávegum höfð.

Það er afar spennandi vika framundan í Hofi þar sem Menningarfélag Akureyrar hefur sett saman áhugaverða dagskrá tileinkuð aldarafmæli finnska lýðveldisins í samstarfi við ólíka aðila sem allir vilja halda uppi merkjum finnskrar menningar af þessu tilefni” segir Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar. ”Kveikjan að þessu öllu saman eru stórtónleikarnir Finlandia og Frón þar sem hinn finnski stjórnandi Peter Sakari stýrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem flytur verk Sibeliusar, en verkið hefur sterk tengsl við lýðveldisbaráttu Finnlands. Það er því ekki að ástæðulausu að sendiherra Finnlands Valtteri Hirvonen mun heiðra okkur með nærveru sinni og fjalla um þessi tengsl fyrir áhugsama tónleikagesti áður en tónleikarnir sjálfir hefjast.” segir Kristín Sóley einnig.

Auðunn Nielsson
Hof, mynd: Auðunn Nielsson

Upplestur velkunnra Akureyringa mun gleðja hádegisverðargesti veitingastaðarins 1862 Nordic Bistro frá mánudegi til föstudags. Þar munu meðal annars Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Pia Viinikka bókasafnsfræðingur og Saga Geirdal Jónsdóttir lesa úr velkunnum bókum eftir finnska höfunda.

Um miðja viku, nánar tiltekið á miðvikudaginn kl. 17.30, verður bíóstemning í Hofi í samstarfi við finnska sendiráðið. Þá verða sýndar stuttmyndirnar Clumsy little acts of tenderness   (2012) sem fjallar um föður sem reynir sitt besta að tengjast dóttur sinni eftir skilnað, þrátt fyrir ólík áhugamál, og nær því á ögurstundu. Listen (2014) sem sýnir fram á hversu hjálparvana við getum verið þegar sameiginlegt tungumál er ekki til staðar.  Noste (2014) sem fer með áhorfendann í ógleymanlegt ferðalag um dansveröld neðansjávar. Fjórða myndin sem sýnd verður er gamanmyndin Do I have to take care of everything? (2012) sem tilnefnd var til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda sama ár. Hún fjallar um hvernig sólríkur laugardagsmorgun fer allur úrskeiðis þegar fjölskyldan er á leið í brúðkaup og móðirin situr uppi með alla hluti. Allar myndirnar eru á finnsku en með enskum texta.

Matti Kallio

Tónlistarmaðurinn Matti Kallio spilar finnska tónlist fyrir matargesti Nönnu á föstudagskvöldið sem njóta munu finnskrar matargerðar og Harmonikkufélag Eyjafjarðar verður með tangóskotið ball í Hömrum.  Kallio mun einnig gleðja matargesti  í dögurði á laugardeginum en matseðlar veitingastaðanna í húsinu verða með finnsku ívafi alla vikuna og finnskar vörur í hávegum í versluninni Kistu.

Menningarfélag Akureyrar ásamt Norræna félaginu býður til BAR SVARS föstudagskvöld kl. 19.30 á R5 við Ráðhústorg. Þar geta áhugasamir gestir og spurningakeppnisunnendur spreytt sig á þematengdum spurningum um Finnland.

Að morgni laugardags, kl. 11,  verður sögu- og föndurstund  fyrir börnin í samvinnu við Amtsbókasafnið en hápunktur finnsku þemavikunnar eru stórtónleikarnir FINLANDIA og FRÓN. Þar stjórnar finnski snillingurinn Petri Sakari flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á verkum  Síbelíusar og Áskels Mássonar.

Finnland og frón

Áskell er Íslendingum að góðu kunnur fyrir tónsmíðar sínar. Færri vita að Áskell er slagverksmeistari mikill og mun höfundurinn sjálfur vera einleikarinn þegar konsertinn Capriccio fyrir sinfóníuhljómsveit og darabuku verður frumfluttur á tónleikunum.

Á tónleikadaginn sjálfan, sunnudaginn 22. október kl. 15 mun finnski sendiherrann Valtteri Hirvonen fjalla um sögu lýðræðisbaráttunnar og tengsl hennar við verk Sibeliusar í tilefni af aldarafmæli þess. Sérstakur gestur verður Matti Kallio tónlistarmaður. Boðið verður upp á léttar veitingar með finnsku ívafi og eru allir hjartanlega velkomnir.

Fréttatilkynning frá Menningarfélagi Akureyri 10.10.2017

Tengiliðir: Kristín Sóley Björnsdóttir, viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar, s: 846 5610 og Þórunn Geirsdóttir verkefnastjóri s. 847 1984
 

Mennigarfélag Akureyrar, www.mak.is
Sími: 450 1005
Hof | Strandgötu 12 | 600 Akureyri

Prenta siðuna

10.10.2017


© Finnska sendiráðið, Reykjavík | Upplýsingar um netsetrið | Hafðu samband