Sendiráðið veitir Finnum ýmsa þjónustu, s.s. í tengslum við útgáfu vegabréfa og ýmissa réttindamála svo sem sifja-, erfða- og persónuréttindamála. Það aðstoðar einnig erlenda ríkisborgara í sambandi við vegabréfsáritanir.
Sendiráðið annast einnig þjónustu við Finna sem hafa lent í vandræðum hér á Íslandi og einnig við útlendinga sem eiga lögheimili í Finnlandi. Það að auki miðlar sendiráðið almennum upplýsingum um þjónustusvið finnskra yfirvalda.
Afgreiðslutími sendiráðsins er kl. 9.00 - 12.00.