Beint að efninu
Utanríkisráðuneyti Finnlands

Ríkisborgararéttur - Finnska sendiráðið, Reykjavík : Þjónusta : Ríkisborgararéttur

FINNSKA SENDIRÁÐIÐ, Reykjavik

Box 1060
IS-121 Reykjavik, Island
Netfang: sanomat.rey@formin.fi
Sími: +354 - 5100 100
Íslenska | Suomi | Svenska | 
Venjulegt leturStærra letur
 

Ríkisborgararéttur

Ríkisborgararéttur barns 

Barn öðlast finnskan ríkisborgarétt, ef 

  • móðir barnsins er finnskur ríkisborgari 
  • faðir barnsins er finnskur ríkisborgari og foreldrarnir eru hjón 
  • faðir barnsins hefur látið lífið áður en það fæddist, en var finnskur ríkisborgari og giftur móður þess 
  • barnið er fætt utan hjónabands eftir lát föður þess, en fyrir liggur staðfesting á faðerni þess 
  • barn er fætt í Finnlandi en hefur hvorki né getur öðlast annan ríkisborgararétt.

 Tvöfaldur ríkisborgararéttur 

Lög um ríkisborgararétt sem tóku gildi 1.6.2003 heimila finnskum ríkisborgurum fjölfalt (tvöfalt) ríkisfang. Þannig getur finnskur ríkisborgari haldið finnsku ríkisfangi þótt hann sæki um ríkisborgararétt í öðru landi. Finnskur ríkisborgari getur haldið finnsku ríkisfangi ef fjölfaldur ríkisborgararéttur er heimilaður í því landi þar sem hann ætlar að öðlast ríkisborgararétt. Einnig getur erlendur ríkisborgari haldið sínu ríkisfangi ef í hans heimalandi er heimilt að öðlast samtímis finnskan ríkisborgararétt. Til þess að forðast að einstaklingur missi núverandi ríkisborgararétt ber honum að athuga hvaða lög og reglur gilda í heimalandi hans um fjölfaldan ríkisborgararétt.

 Að halda tvöföldu ríkisfangi innan 22 ára aldurs

Einstaklingur sem er fæddur og búsettur erlendis og nýtur einnig ríkisborgararéttar í öðru landi en Finnlandi getur misst finnskan ríkisborgararétt sinn sjálfkrafa við 22 ára aldur. Unnt er þó að halda tvöföldu ríkisfangi sjálfkrafa eftir að viðkomandi er orðinn 18 ára, en hefur ekki enn náð  22 ára aldri, ef hann

  1. hefur skriflega tilkynnt sendiráði Finnlands eða aðalræðisskrifstofu (með útsendum starfsmanni) þá ósk sína að halda finnsku rikisfangi, eða
  2. hefur fengið finnskt vegabréf, eða
  3. hefur lokið herskyldu sinni eða sambærilegri samfélagsþjónustuskyldu.

 Nánari upplýsingar:

 

Prenta siðuna

Þetta skjal

12.5.2010


© Finnska sendiráðið, Reykjavík | Upplýsingar um netsetrið | Hafðu samband